Ögurferðir bjóða kajak- og gönguferðir um söguslóðir í Ísafjarðardjúpi. Skoðaðu lifandi náttúru, slóðir Fóstbræðrasögu, Spánverjavíga og sögu byggðar með staðkunnugum leiðsögumönnum sem gera hið ósýnilega sýnilegt og miðla sögu svæðisins til þín.

Umsagnir gesta Ögurtravel

,,Við ætlum að koma aftur í 5 daga kajakferð og sleppa frekar borgarferð næsta vetur" Vinkonur og mæðgur í kajakferð með Ögurtravel.

 

,,Þetta er eins og að fara í jóga". Vinkvennahópur í dagsferð á kajak.

 

,,Langt, langt, langt umfram okkar væntingar". Erlend hjón í Vigurferð á kajökum.

 

Og þetta eru bara dæmi úr okkar þéttskrifuðu gestabókum.

 

Verið velkomin. 


Við tökum við bókunum fyrir sumarið 2016

 Um að gera að senda tölvupóst og bóka sem fyrst. Það verður nóg að gera í sumar, fullt af spennandi ferðum með fararstjórum sem gjörþekkja svæðið. Umsagnir okkar gesta er frábærar. Fólk einfaldlega elskar að fara í ævintýraferðirnar með Ögurtravel.

 

Við erum búin að bóka nokkuð af ferðum nú þegar vegna sumarsins 2016 en getum bætt við okkur í nánast allar ferðir ennþá. Skoðið ævintýraferðirnar um Ísafjarðardjúp og Jökulfirði.

 

Bókaðu núna!


Ögur Travel

Við bjóðum upp á þrjár staðlaðar gönguferðir og þrjár staðlaðar kajakferðir. Einnig er boðið upp á klæðskerasniðnar ferðir fyrir hópa að þeirra óskum. 

Við tökum á móti þér í Ögri við Ísafjarðardjúp sem er um 4 klst. akstur frá Reykjavík að frátöldum stoppum og rétt um 1 klst. frá Ísafirði. Í samkomuhúsinu í Ögri förum við yfir ferðina og nauðsynlegan búnað. 

Við útvegum nesti ef þess er óskað. Við mælum með að fólk sé vel búið og hafi með sér meira af fatnaði en minna. 

Við útvegum búnað vegna kajakferðanna en mælum með að fólk taki með sér hlý föt næst líkamanum. Skoðið upplýsingar á síðunni með minnislista yfir nauðsynlegan búnað. 

Vinsamlega sendið tölvupóst eða hringið. Hægt er að koma við í Ögri og athuga hvort laust er í ferð en öruggara er að bóka með fyrirvara.Ögur ehf. • Ögri Ísafjarðardjúpi • Netfang: ogur@ogurtravel.com • Sími: 857-1840

VEFSMÍÐI: STYX EHF. KNÚIÐ AF: WebSmith