Starfsmenn

Hér er sagt frá þeim sem munu annast leiðsögn. Sumir bæði á kajak og í göngu en aðrir einungis í gönguferðum.

 

Ráðgjafi og öryggisfulltrúi hjá Ögur ehf.:

Halldór Sveinbjörnsson, kajakkennari. Four star leader (BCU)

 

Leiðsögumenn:
 

Halldór Halldórsson mun verða með leiðsögn bæði á kajak og í gönguferðum. Hann er fæddur í Kálfavík í Skötufirði og alinn upp í Ögri.
Halldór byrjaði að róa á kajak um Ísafjarðardjúp fyrir 16 árum síðan og hefur sótt allnokkur námskeið til að öðlast aukna færni. Hann hefur reynslu af lengri ferðum á kajak og hefur farið upp í átta daga ferðir með tjald og vistir á kajak um Jökulfirði með hópum.
Halldór starfaði í Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík í fjölda ára og vann við sjúkraflutninga í rúman áratug. Hann er með fullgild réttindi sjúkraflutningamanns.


 

Leifur Halldórsson mun verða með leiðsögn í gönguferðum. Hann er fæddur á Ísafirði og uppalinn í Ögri.
Leifur hefur róið um svæðið á kajak, hann hefur góða þekkingu á Ögri og nánasta umhverfi svo og sögunni sem landsvæðið geymir.
Hann hefur starfað við ýmislegt, allt frá sjómennsku að löggæslu og hefur mikla reynslu af slökkvistörfum og sjúkraflutningum. Hann er með fullgild réttindi sjúkraflutningamanns.

 

Hafliði Halldórsson mun annast  leiðsögn á kajak og í gönguferðum. Hann er fæddur á Ísafirði og ólst upp í Ögri.
Hafliði hefur róið á kajak um svæðið í fjölda ára og sótt námskeið kayakklúbbsins. Þá hefur hann sótt námskeið Slysavarnaskóla sjómanna.
Hafliði hefur starfað sem matreiðslumaður um árabil og getur að ósk gesta lyft kajakferðinni upp á næsta stig í veitingum og þjónustu.


 

Harpa Halldórsdóttir mun annast leiðsögn í gönguferðum. Hún er fædd á Ísafirði og alin upp í Ögri.

Harpa hefur góða þekkingu á landinu og hefur auk þess róið nokkuð um svæðið á kajak.

Harpa hefur lokið námskeiðum í slysavarnaskóla Sjómanna sem og skyndihjálparnámskeiðum.

 

Guðmundur Halldórsson mun annast leiðsögn á kajak og í gönguferðum. Hann er fæddur á Ísafirði og alinn upp í Ögri.

Guðmundur hefur róið um svæðið á kajak í nokkur ár og sótt námskeið hjá Kayakklúbbnum þar sem farið er yfir helstu öryggisatriði við kajakróður. Guðmundur hefur góða þekkingu á svæðinu, bæði landfræðilega og sögulega ásamt því auðvitað að hafa alist upp í Ögri og unnið öll þau störf sem því tengdist. Guðmundur hefur lokið skyndihjálparnámskeiðum.

 

Halla María Halldórsdóttir mun verða með leiðsögn í gönguferðum. Hún er fædd í Reykjavík og alin upp í Ögri. Halla María er kunnug staðháttum og sögu staðarins.

 

Halla María hefur lokið nokkrum skyndihjálparnámskeiðum.

 

Steinunn Einarsdóttir mun verða með leiðsögn á kajak og í gönguferðum.Hún er fædd á Akranesi og uppalin á Kollslæk í Hálsasveit í Borgafirðinum. Steinunn þekkir staðhætti í Ögri og umhverfi og hefur róið víða um svæðið.


Steinunn hefur lokið fjölda námskeiða í skyndihjálp, meðferð kajaka og báta. Auk þess er hún íþróttafræðingur og hefur lokið námskeiði í útivist og fjallamennsku. Þá er Steinunn með atvinnukafararéttindi. 

 

Þórólfur Sveinn Sveinsson mun verða með leiðsögn í gönguferðum. Þórólfur er fæddur í Reykjavík og alinn upp í Hnífsdal. Þórólfur þekkir staðhætti og sögu staðarins.  Hann hefur verið í slysavarnarfélagi, farið á námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna og lokið nokkrum skyndihjálparnámskeiðum.


Ögur ehf. • Ögri Ísafjarðardjúpi • Netfang: ogur@ogurtravel.com • Sími: 857-1840

VEFSMÍÐI: STYX EHF. KNÚIÐ AF: WebSmith