Ferðaþjónusta við Ísafjarðardjúp

Við mælum með því að þið kynnið ykkur ferðaþjónustu um alla Vestfirði. Upplýsingamiðstöðin á Ísafirði og aðrar upplýsingamiðstöðvar gefa góðar upplýsingar. Ferðaskrifstofan Vesturferðir á Ísafirði getur skipulagt ferðina fyrir þig eftir þínum óskum.

 

Við viljum benda sérstaklega á nágranna okkar við Ísafjarðardjúp sem bjóða upp á fjölbreytta og góða þjónustu. Skoðið tenglasafnið til að fá frekari upplýsingar.

 

Í Reykjanesi er heilsárshótel með stórri ,,náttúrulegri“ útilaug, veitingasölu, tjaldsvæði og góðri þjónustu.


Í Heydal er heilsárshótel í uppgerðum útihúsum ásamt heitum pottum, veitingasölu, tjaldsvæði og góðri þjónustu.


Í eyjuna Vigur kemst maður annað hvort á kajak frá Ögri eða með bát frá Ísafirði. Í Vigur er einstakt andrúmsloft og gaman að koma.


Á Litlabæ í Skötufirði hefur Þjóðminjasafn Íslands gert gamla húsið upp. Á sumrin eru húsráðendur á Hvítanesi með mótttöku í húsinu og bjóða upp á veitingar. Þau þekkja söguna einstaklega vel enda bjuggu þau sjálf í húsinu á sínum tíma.

 

Á Laugalandi í Skjaldfannardal á Langadalsströnd er boðið upp á ævintýralegar hestaferðir yfir Drangajökul og í kringum jökul.


Í Dalbæ á Snæfjallaströnd er boðið upp á veitingar, tjaldsvæði og gistingu. Vinsælt er að leggja upp í gönguferðir frá Dalbæ, t.d. að ganga út Snæfjallaströnd í Grunnavík og koma yfir yfir fjallið til baka frá Leirufirði.
 


Ögur ehf. • Ögri Ísafjarðardjúpi • Netfang: ogur@ogurtravel.com • Sími: 857-1840

VEFSMÍÐI: STYX EHF. KNÚIÐ AF: WebSmith