Kajak- og gönguferðir

Starfsumhverfið er Ögurvíkin og næsta umhverfi en í lengri ferðum er farið um allt Ísafjarðardjúp, Jökulfirði og víðar. Allt eftir óskum þeirra sem vilja sníða sínar eigin ferðir.

 

Áherslan er á að kynna umhverfið fyrir ferðafólki með því að segja söguna, fara rólega yfir og njóta umhverfisins með söguna sem stuðning.

 

Sjö staðlaðar ferðir á kakjak og sjö staðlaðar gönguferðir eru settar upp eftir að reynsla hefur fengist hjá gestum okkar undanfarin ár á því hvað er vinsælast. Sumar ferðirnar eru mjög stuttar en það virðist henta mörgum. Einnig er boðið upp á lengri staðlaðar kajak- og gönguferðir.

Þá er möguleiki á löngum ferðum, allt upp í 2 vikur en slíkar ferðir sníða ferðamenn í samstarfi við okkur hjá Ögurtravel. Hægt er að bóka sig í staðlaðar ferðir í gegnum bókunarkerfið en sérferðirnar sníðum við saman í gegnum tölvupóst og/eða síma.

 

Ef fáir bóka í dagsferðirnar áskiljum við okkur rétt til að sameina í ferðir.

 

Ferðirnar eru sniðnar þannig að sem flestir geti nýtt sér þær bæði á kajak og göngu þó fólk sé í mismikilli þjálfun og jafnvel engri. Við kennum undirstöðuatriði á kajak ef þess þarf en tökum minni hópa ef það eru margir óvanir.

 

Við tökum ekki fleiri en 8 í kajakferð í einu og fækkum í hópnum eftir því sem fleiri eru óvanir eða fjölgum leiðsögumönnum.

 

Við hverja ferð er áætlaður tími sem er meðaltími ferða. Er þá miðað við frá því að ferð hefst en undirbúningur tekur sinn tíma, sérstaklega í kajakferðum. Gott er að viðskiptavinir mæti hálftíma fyrir áætlaða brottför. Í sumum tilvikum kann ferð að taka styttri tíma eða lengri. Allt fer þetta eftir aðstæðum hverju sinni. Fyrir kemur að breyta þurfi ferð vegna veðurs eða fella hana niður. Vísað er til skilmála hvað það varðar.

 

Athugið að ef stöðluð ferð að ykkar vali er ekki í boði þann dag sem þið vilduð fara þá getið þið valið í staðinn þá ferð eða ferðir sem eru í boði þann dag. Eða þið getið sent tölvupóst eða hringt og athugað hvort við hjá Ögurtravel getum farið í þá stöðluðu ferð sem þið vilduð helst fara.

 

Í gönguferðum er frítt fyrir 15 ára og yngri. Þetta á ekki við um kajakferðir.

 

Við tökum á móti þér í Ögri en í flestum tilvikum koma ferðalangar þangað á eigin vegum. Við getum útvegað far í Ögur ef óskað er eftir því.
Við bendum á að þrisvar í viku er rúta frá Stjörnubílum milli Ísafjarðar og Ögurs. Rútan fer frá Ísafirði á sunnudögum kl. 13:00 og til baka frá Ögri kl. 17:30. Á þriðjudögum og föstudögum fer rútan kl. 12:00 frá Ísafirði og til baka frá Ögri kl. 16:30. Ferðalangar geta verið í Ögri rúmar 3 klst. sem nýtast vel í göngu- eða kajakferðir.
 


Ögur ehf. • Ögri Ísafjarðardjúpi • Netfang: ogur@ogurtravel.com • Sími: 857-1840

VEFSMÍÐI: STYX EHF. KNÚIÐ AF: WebSmith