Lagt er upp frá vörinni í Ögri framhjá Æðarskeri og þaðan að Ögurhólmum. Róið meðfram Landhólma, sagt frá Spánverjavígum og bent á Bullufrankagjá sem er nefnd eftir einum skipbrotsmanna sem komst á land þar en var veginn.
Róið milli Landhólma og Djúphólma og svo í kringum hólmann og róið inn í aðra gjána í Djúphólmanum þar sem sogið lyftir kakjökunum upp og niður.
Farið í land í hólmanum og sagt frá æðardúntekju, ferðum með sauðfé til geymslu í hólmanum o.fl.
Mögulegt er að fara þessa ferð úr Strandseljavík ef vindar eru vestanstæðir. Í þeirri átt skýla Landhólmarnir og hægt að róa í logni austanvert við þá. Í slíkum tilvikum er farið með kajakana á sérstakri kerru inn í Strandseljavík.
Áætlaður tími er 3 klst. og gjald 12.500 á mann.