Ögurhólmi, kajak

Lagt er upp frá vörinni í Ögri framhjá Æðarskeri og þaðan að Ögurhólmum. Róið meðfram Landhólma, sagt frá Spánverjavígum og bent á Bullufrankagjá sem er nefnd eftir einum skipbrotsmanna sem komst á land þar en var veginn.

 

Róið  milli Landhólma og Djúphólma og svo í kringum hólmann og róið inn í aðra gjána í Djúphólmanum þar sem sogið lyftir kakjökunum upp og niður.

 

Farið í land í hólmanum og sagt frá æðardúntekju, ferðum með sauðfé til geymslu í hólmanum o.fl.

 

Mögulegt er að fara þessa ferð úr Strandseljavík ef vindar eru vestanstæðir. Í þeirri átt skýla Landhólmarnir og hægt að róa í logni austanvert við þá. Í slíkum tilvikum er farið með kajakana á sérstakri kerru inn í Strandseljavík.

 

Áætlaður tími er 3 klst. og gjald 12.500 á mann.

Skilmálar
Við biðjum viðskiptavini okkar að sýna þolinmæði, sveigjanleika og skilning ef leiðsögumaður þarf að breyta áætlun sökum veðurs eða annara ástæðna.

Tímasetningar sem gefnar eru upp við pöntun ferðar eru áætlaðar og má gera ráð fyrir því að þær geti breyst. Miðað er við að viðskiptavinir mæti hálftíma fyrir áætlaða brottför þar sem undirbúningur tekur alltaf einhvern tíma.

Gerð er krafa um að þátttakendur fari eftir fyrirmælum leiðsögumanns í ferðum og sýni samferðafólki sínu tillitssemi. Ef sú regla er brotin þá er leyfilegt að hamla viðkomandi þátttöku eða vísa honum úr ferðinni án endurgreiðslu.

Með því að bóka ferð á vefsíðu Ögur Travel þá samþykkir þú skilmála þessa.

Þú getur sótt skjal með öllum skilmálum með því að smella hérna.Ögur ehf. • Ögri Ísafjarðardjúpi • Netfang: ogur@ogurtravel.com • Sími: 857-1840

VEFSMÍÐI: STYX EHF. KNÚIÐ AF: WebSmith