Ögurnes, kajak

Þetta er stutt ferð og frekar auðveld. Hún hentar þeim vel sem eru að rifja upp gamla kajaktakta og einnig þeim sem hafa ekki róið áður. Gaman er að róa meðfram hamrinum og koma í land í Ögurnesinu þar sem allt að 100 manns bjuggu fram til 1945.

 

Leiðsögumaður segir frá byggðinni og bendir á áhugaverða staði. Grjótið í Ögurnesinu er sérstakt, þar má finna kóralla og volga uppsprettu.


Róið er til baka sömu leið meðfram fjörunni eftir að hafa fræðst um Ögurnesið og gengið um húsagrunna þar sem eitt sinn voru umsvif útgerðar og búsetu í þorpinu sem eitt sinn var.
 

Áætlaður tími er 3 klst. og gjald 12.500 á mann.

Skilmálar
Við biðjum viðskiptavini okkar að sýna þolinmæði, sveigjanleika og skilning ef leiðsögumaður þarf að breyta áætlun sökum veðurs eða annara ástæðna.

Tímasetningar sem gefnar eru upp við pöntun ferðar eru áætlaðar og má gera ráð fyrir því að þær geti breyst. Miðað er við að viðskiptavinir mæti hálftíma fyrir áætlaða brottför þar sem undirbúningur tekur alltaf einhvern tíma.

Gerð er krafa um að þátttakendur fari eftir fyrirmælum leiðsögumanns í ferðum og sýni samferðafólki sínu tillitssemi. Ef sú regla er brotin þá er leyfilegt að hamla viðkomandi þátttöku eða vísa honum úr ferðinni án endurgreiðslu.

Með því að bóka ferð á vefsíðu Ögur Travel þá samþykkir þú skilmála þessa.

Þú getur sótt skjal með öllum skilmálum með því að smella hérna.



Ögur ehf. • Ögri Ísafjarðardjúpi • Netfang: ogur@ogurtravel.com • Sími: 857-1840

VEFSMÍÐI: STYX EHF. KNÚIÐ AF: WebSmith