Gengið um slóðir minninganna.
Við tökum á móti fólki sem vill koma og skoða sig um í Ögri en hefur ekki áhuga á löngum göngu/ eða kajakferðum.
Tekið verður á móti hópum úr rútum og einkabílum og þeim sýndur hjallurinn og verkun hákarls, reykkofinn og verkun þar, kirkjan og sagan sögð af staðnum og svæðinu. Upplifun fólks af þessari ferð um túnið í Ögri er jákvæð og hefur fólk á orði að hún skilji eftir góðar minningar.
Ferðin endar í mat í veitingahúsinu í gamla samkomuhúsinu þar sem fólk velur sér veitingar.
Grunnverð er 5.500 kr. en verð fer eftir stærð hópa og veitingum sem valdar eru.
Skilmálar
Við biðjum viðskiptavini okkar að sýna þolinmæði, sveigjanleika og skilning ef leiðsögumaður þarf að breyta áætlun sökum veðurs eða annara ástæðna.
Tímasetningar sem gefnar eru upp við pöntun ferðar eru áætlaðar og má gera ráð fyrir því að þær geti breyst. Miðað er við að viðskiptavinir mæti hálftíma fyrir áætlaða brottför þar sem undirbúningur tekur alltaf einhvern tíma.
Gerð er krafa um að þátttakendur fari eftir fyrirmælum leiðsögumanns í ferðum og sýni samferðafólki sínu tillitssemi. Ef sú regla er brotin þá er leyfilegt að hamla viðkomandi þátttöku eða vísa honum úr ferðinni án endurgreiðslu.
Með því að bóka ferð á vefsíðu Ögur Travel þá samþykkir þú skilmála þessa.
Þú getur sótt skjal með öllum skilmálum með því að smella
hérna.