Búnaður
Til að njóta ferðarinnar til fullnustu er mikilvægt að vera með réttan búnað. Ekki of mikið af honum og ekki of lítið. Í stöðluðu ferðunum hjá okkur þarftu aðallega hlý föt ef á þyrfti að halda og vatnsflösku. Við útvegum nesti ef þið óskið eftir því með tölvupósti eða hringið. Kostnaður við nesti bætist þá við uppgefinn kostnað við ferðina.
Ögur ehf. útvegar tjöld og eldunarbúnað fyrir lengri ferðirnar. Þú getur að sjálfsögðu tekið þitt eigið tjald með ef þú kýst það frekar. Algengt er að fólk taki eigin tjöld með sér.
Þegar þú pakkar búnaðinum mundu eftir því að geymslupláss í kajak er takmarkað. Hið sama gildir um bakpokann þinn í gönguferðum.
Staðlaðar ferðir
- Hlý nærföt, a.m.k í kajakferðum. Það er kaldara á sjó en landi.
- Góður buxur til að ganga í.
- Gönguskór eru heppilegastir en í stuttum gönguferðum getið þið notað íþróttaskó eða stígvél líka.
- Bakpoka fyrir vatnið og smærri hluti. Hafðu hann léttan. Fólk sem er saman í hópi getur ákveðið fyrirfram hverjir bera bakpoka. Ekki er nauðsynlegt að allir séu með bakpoka í þessum styttri ferðum.
- Sólglearaugu
- Sólarvörn
- Sjónauka er gaman að hafa með ef þið eigið slíkan
- Ekki gleyma lyfjum ef þið þurfið að hafa slíkt með ykkur og nota reglulega
- 1 ltr. vatnsflaska
- Myndavél
Fyrir lengri ferðir
- Hlý nærföt
- Góðar buxur til að ganga í. Bómullarefni henta ekki
- Gönguskór
- Svefnpoki, ekki verra að hann þoli þokkalegan kulda en það fer mikið eftir ykkar eigin þörfum
- Tjalddýna
- Ullarhúfa eða flíshúfa
- Hlý aukaföt bæði vegna gönguferða og kajakferða
- Ekki gleyma lyfjum ef þið þurfið að hafa slíkt með ykkur og nota reglulega
- Sjónauka er gaman að hafa með ef þið eigið slíkan
- 1 ltr. vatnsflaska, víðast hvar náum við okkur í ferskt og gott vatn þannig að ekki á að þurfa miklar vatnsbirgðir
- Myndavél