Skilmálar Ögur ehf.
Almennir skilmálar
Við biðjum viðskiptavini okkar að sýna þolinmæði, sveigjanleika og skilning ef leiðsögumaður þarf að breyta áætlun sökum veðurs eða annara ástæðna.
Tímasetningar sem gefnar eru upp við pöntun ferðar eru áætlaðar og má gera ráð fyrir því að þær geti breyst. Miðað er við að viðskiptavinir mæti hálftíma fyrir áætlaða brottför þar sem undirbúningur tekur alltaf einhvern tíma.
Ef ferð fellur niður vegna veðurs eða annara ófyrirsjáanlegra ástæðna þá bjóðum við upp á ferð þegar veður lagast eða reynum að finna annan tíma. Ef það gengur ekki upp fyrir hópinn þá endurgreiðum við ferðina að fullu. Hins vegar er rétt að taka fram að ekki er hægt að rukka Ögur ehf. fyrir það ef breyta þarf flugmiðum í kjölfar niðurfellingar ferðar eða vegna annars kostnaðar við að koma sér á staðinn.
Verð og greiðslur
Greiða þarf staðfestingargjald 25% af heildarverði ferðar við pöntun.
Afturköllun eða breytingar á pöntun
Við áskiljum okkur þann rétt að halda eftir 5 % af heildarverði af því gefnu að pöntun sé afturkölluð með meira en viku fyrirvara. Athugið að ef pöntun er afturkölluð með minna en viku fyrirvara er staðfestingargjaldið óafturkræft.
Heimilt er að breyta dagsetningu ferðar ef breytingin er gerð með meira en mánaðar fyrirvara eða skv. fullu samkomulagi við Ögur ehf.
Skyldur þátttakenda
Gerð er krafa um að þátttakendur fari eftir fyrirmælum leiðsögumanns í ferðum og sýni samferðafólki sínu tillitssemi. Ef sú regla er brotin þá er leyfilegt að hamla viðkomandi þátttöku eða vísa honum úr ferðinni án endurgreiðslu.
Ábyrgð og skaðabætur
Hver þátttakandi ber ábyrgð á eigin heilsu og getu til þess að taka þátt í ferðum hjá Ögur ehf. Þátttakendur geta þurft að sæta því að leiðsögumaður telji þá ekki hafa getu til að fara í ferð og er það m.a. gert til þess að koma í veg fyrir að aðrir verði fyrir óþægindum eða ferðin tefjist vegna þess. Það er ekki hægt að krefjast endurgreiðslu ef ferð lýkur vegna heilsukvilla eða vegna annarra ástæðna sem Ögur ehf. verður ekki um kennt. Við bendum viðskiptavinum okkur á að kaupa á sinn kostnað ferða-, slysa/sjúkra- og farangurstryggingu hjá tryggingarfélagi sínu.
Þátttakendur bera ábyrgð á sjálfum sér.
Þessir skilmálar eru unnir eftir almennum alferðaskilmálum samtaka ferðaþjónustunnar