Við tökum á móti þér í Ögri en í flestum tilvikum koma ferðalangar þangað á eigin vegum. Við getum útvegað far í Ögur ef óskað er eftir því.
Ögur er við þjóðveg nr. 61.
Við bendum á að þrisvar í viku er rúta frá Stjörnubílum milli Ísafjarðar og Ögurs. Rútan fer frá Ísafirði á sunnudögum kl. 13:00 og til baka frá Ögri kl. 17:30. Á þriðjudögum og föstudögum fer rútan kl. 12:00 frá Ísafirði og til baka frá Ögri kl. 16:30. Ferðalangar geta nýtt rútuferðina og verið í Ögri rúmar 3 klst. sem nýtast vel í göngu- eða kajakferðir.